Byrjendanámskeið Farið verður yfir ýmislegt tengt kökuskreytingum sem mun hjálpa öllum þeim sem vilja baka fallegar kökur heima. Á þessu námskeiði munum við fara yfir mismunandi tegundir smjörkrems, fyllingar, að jafna kökubotna, hvaða verkfæri er best að nota og mismunandi skreytingar. Allir eiga að geta labbað út af þessu námskeiði með þá grunnþekkingu sem þau þurfa til þess að geta farið heim og haldið áfram að skapa. Uppskriftir innifaldar Allt hráefni innifalið Allir skreyta köku og fara með heim.